137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

49. mál
[15:12]
Horfa

Flm. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Jú, rangt mat hæstv. ráðherra á stöðunni birtist m.a. í því hvernig hann fjallaði um og misskildi áhrifin af afskriftunum og bar þær saman við hefðbundinn afskriftareikning í hefðbundnu árferði. Ástandið er slíkt að með því að ráðast í heildaraðgerð getum við fækkað gjaldþrotum en þetta er ekki bara spurning um það heldur líka að nú sárvantar íslenska hagkerfið einhverja innspýtingu og að losað sé um og fyrirtæki hafi þá möguleika á að halda sér í rekstri og þá lenda færri í þessum hópi þar sem 20 prósentin duga ekki til, eða almenna aðgerðin. Þetta gengur út á það að þeir verði færri og það verði þá viðráðanlegri fjöldi sem hæstv. ráðherra getur þá vonandi hjálpað með sínum sértæku aðgerðum.