137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

49. mál
[15:28]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var afar athyglisvert andsvar hjá hv. þingmanni. Ég get hreinlega spurt að því sama: Getur verið að við séum að tefja þessa samninga? Ef svo er geta hv. þingmaður og hans flokkur væntanlega upplýst okkur um hvort það er þannig. Við fáum engar upplýsingar um hvað er í gangi. (Gripið fram í: Nýjar upplýsingar.) Samráðið, upplýsingagjöfin og allt það sem hann hefur talað um mjög fallegum orðum, hvar er það? Af hverju er það ekki samþykkt, af hverju er ekki gengið frá því? Ef það er vegna þess að við erum að tefja málið væri fínt að fá að vita það.