137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[13:33]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Það er út af sama máli. Það er með ólíkindum að þingmenn skuli vera látnir halda trúnað um mál og það skuli ekki rætt hér þegar ráðherra ríkisstjórnarinnar ræðir það svo í fjölmiðlum. Hér er vísað í frétt á RÚV þar sem var viðtal við forsætisráðherra þar sem hún upplýsir um ákveðna hluti sem virðast vera í þessu samkomulagi sem við megum ekki ræða. Hvers vegna í ósköpunum er þetta með þeim hætti?

Við erum tilbúin til að taka okkar mál sem eru á dagskrá í dag og víkja þeim til hliðar ef ráðherra er tilbúin til að ræða þetta mikilvæga mál. Það er með öllu óþolandi að þessi háttur skuli vera hafður á, en ríkisstjórnin virðist ætla að hafa það sem eftirmæli sín að ganga svona yfir þingið.