137. löggjafarþing — 16. fundur,  8. júní 2009.

vátryggingastarfsemi.

53. mál
[17:38]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það skiptir bara máli að allt sé uppi á borðinu og ég er ekki að mæla gegn því að hlutir séu upplýstir og það er ekki markmið í sjálfu sér að taka langan tíma í hluti. En einhverra hluta vegna, og þá er kannski ágætt að hæstv. ráðherra upplýsi það, hefur málið ekki farið í gegnum þingið.

Síðan vildi ég líka nota tækifærið og spyrja hæstv. ráðherra hvort hann meti það ekki svo að stærstu hagsmunamálin sem snúa að hv. viðskiptanefnd núna snúi að endurreisn bankanna og öðrum málum þeim tengdum.