137. löggjafarþing — 19. fundur,  15. júní 2009.

stjórn fiskveiða.

34. mál
[17:26]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í sjálfu sér er ekki miklu við það að bæta sem fram kemur í áliti meiri hluta nefndarinnar. Málinu er vísað til frekari útfærslu í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Ég ítreka það sem ég hef sagt hér, (Gripið fram í.) þetta mál er unnið í tilraunaskyni og menn munu hafa tækifæri til þess í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd að fjalla um það í ljósi þeirrar reynslu sem við öðlumst af þessu í sumar. Þá verður hægt að fara yfir málið efnislega með þá reynslu í huga. Aðalatriðið er hins vegar að með þessu var komið til móts við þau fjölmörgu sjónarmið sem vissulega komu fram í þessum efnum, bæði frá minni hluta nefndarinnar og þeim fjölda umsagnaraðila sem kom á fund nefndarinnar.