137. löggjafarþing — 19. fundur,  15. júní 2009.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

35. mál
[20:51]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég ætla bara að fagna því að hér er verið að taka til afgreiðslu frumvarp sem er til fullnustu þess samkomulags sem tókst við bændur um að þeir sættu sig við umtalsverða skerðingu á umsömdum afkomugrundvelli sínum sem búvörusamningurinn í raun og veru er. Ég fór í viðræður við bændur og náði þessu samkomulagi, en það eru nýjar upplýsingar fyrir mér að slíkar samningaviðræður hafi verið komnar í gang í tíð fyrri ríkisstjórnar.