137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

fundur í menntamálanefnd – viðvera forsætisráðherra.

[14:06]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Ég óska eftir að forseti reyni að sjá til þess að við fáum að sjá hérna hæstv. forsætisráðherra einhvern tíma á næstunni ef hún er búin að klára að semja um aðild Íslands að Evrópusambandinu við forsætisráðherra Norðurlandanna og meira að segja forsætisráðherra Noregs.

Ástæðan er sú að það eru orðnar býsna margar spurningar sem hæstv. forsætisráðherra þarf að svara og það varðar kannski ekki síst það hvernig ráðherrann hefur haldið á þessu Icesave-máli. Nú birtist forsíðufrétt í Fréttablaðinu í dag þar sem segir frá samskiptum hæstv. forsætisráðherra við forsætisráðherra Bretlands. Þar segir, með leyfi forseta:

„Einnig harmaði Jóhanna …“ (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Þetta er ekki umræða um fundarstjórn forseta.)

Jú, þetta ...

(Forseti (ÁRJ): Forseti fer fram á það að fundarstjórn forseta sé rædd undir þessum lið.)

Frú forseti. Það er mikilvægt að sýna fram á þörfina fyrir að hæstv. forseti kalli hæstv. forsætisráðherra á fund. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Það er komið til skila hér.)

Nei, það er ekki komið til skila. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Hér er ekki efnisleg umræða.)

Þetta er alveg stórmerkilegt, hæstv. forseti. Þetta (Forseti hringir.) er stórmerkilegt innlegg í umræðuna hér. (Forseti hringir.) Hæstv. forseti. Ég fer fram á að hæstv. forseti hætti að spila á bjölluna og leyfi (Forseti hringir.) mér að klára mál mitt.