137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

nýting orkulinda og uppbygging stóriðju.

[14:08]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það hlýtur að fjalla um fundarstjórn forseta ef ég mótmæli því hér að forseti spili stöðugt á bjölluna á meðan ég er að reyna að útskýra hvers vegna ég er kominn í pontu til að útskýra það mikilvæga mál að forseti beiti sér fyrir því — það er fundarstjórn forseta — að forseti beiti sér fyrir því að við fáum að hitta forsætisráðherra til að ræða mikilvægt mál. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Fundarstjórn forseta fer samkvæmt fundarsköpum og forseti fer eftir þeim nú.)

Frú forseti. Ég andmæli þessari túlkun.