137. löggjafarþing — 20. fundur,  16. júní 2009.

undirbúningur að innköllun veiðiheimilda.

6. mál
[15:21]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Það er gott að heyra ríkan sáttartón. Eins og hv. þm. Helgi Hjörvar benti á þarf að nást sátt við þjóðina í þessu máli. Þjóðin er ekki sátt við það fyrirkomulag fiskveiðistjórnar sem nú er við lýði. Sú leið sem hér hefur verið lögð til og er til umræðu, þ.e. hin svokallaða fyrningarleið, er hófsöm, sanngjörn leið sem miðar að sátt. Hún gefur rúman tíma, um hana er samstaða milli stjórnarflokkanna og stefna beggja stjórnarflokkanna er sambærileg í þessu máli frá því fyrir kosningar.

Þessi fyrningarleið er ekki til höfuðs neinum. Um hana er eindrægni milli stjórnarflokkanna en útfærslan er samkomulagsatriði og hagsmunaaðilar í greininni ættu að fagna því að eiga þess kost að koma að borðinu til að fá (Forseti hringir.) að hafa áhrif á útfærsluna.