137. löggjafarþing — 24. fundur,  22. júní 2009.

varamaður tekur þingsæti.

[15:03]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Borist hefur bréf frá 9. þm. Suðvest., Þór Saari, um að hann geti ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur af persónulegum ástæðum. Í dag tekur sæti á Alþingi 1. varamaður Borgarahreyfingarinnar í kjördæminu, Valgeir Skagfjörð leikari. Kjörbréf hans hefur þegar verið rannsakað. Hann hefur ekki tekið sæti áður á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Valgeir Skagfjörð, 9. þm. Suðvest., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]