137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[14:39]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er ágætisplagg að mörgu leyti, sérstaklega byrjunin sem gerir vel grein fyrir því hvert vandamálið er. En mig langar aðeins til að ræða III. kafla skýrslunnar sem heitir Leiðir til aðlögunar. Þar kemur raunverulega fram sá fræðilegi grunnur sem sú hugsun byggir á að það borgi sig frekar að skatta sig út úr þessu en að spara útgjöld.

Ég hef verið fræðimaður í hagfræði í háskólum núna í rúm 15 ár, (Gripið fram í: Og með doktorspróf.) já, með doktorspróf í hagfræði og skrifaði um hagstjórn í minni doktorsritgerð, en ég kannast ekki við þessa kenningu. Hún er eignuð Keynes lávarði og ég held bara að hann hafi alls ekki talað á neinn hátt um þetta. En stórt á litið skilgreinir þetta vandamálið ágætlega en að öðru leyti er (Forseti hringir.) þetta er bæklingur um það hvernig hækka á skatta (Forseti hringir.) og það vantar öll tengsl við atvinnulífið. Hvaðan eru þessar kenningar (Forseti hringir.) upprunnar, hæstv. fjármálaráðherra?