137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[16:39]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir athyglisverð lokaorð sérstaklega í ljósi þeirrar ríkisstjórnar sem hann situr í. En í upphafsorðum sínum vitnaði hann í texta Vilhjálms Vilhjálmssonar, og orðaði þetta einhvern veginn svona, með leyfi forseta, að kannski er þetta kynslóðin sem sigldi öllu í strand. Mig langar til að spyrja hann vegna þess að innan tíðar munum við greiða atkvæði um Icesave-samninginn. Það liggur fyrir hvernig hv. þm. Ásmundur Einar Daðason mun greiða atkvæði um ESB. Hann mun segja nei. En hvernig ætlar hann að greiða atkvæði um Icesave-samninginn vegna þess að sú ákvörðun mun einmitt gera það að verkum, ef við samþykkjum, að hér fer allt í strand? (Forseti hringir.) Þetta eru stórar ákvarðanir sem liggja fyrir og því væri ágætt að fá afstöðu hv. þingmanns til þessa atriðis.