137. löggjafarþing — 34. fundur,  3. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[14:09]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðu sína. Ég ætla að kanna hvort hann sé ef til vill sammála mér um að við fáum öll þessi gögn sem við eigum enn eftir að fá og hvort jafnvel sé ástæða til að gera eitthvað af þessum gögnum opinber. Það var ákaflega fátt í þessum gögnum nema ef til vill nöfn sem mér þykja persónulega vera eitthvað sem ætti að vera leyndó.

Þá langaði mig jafnframt að spyrja hv. þingmann hvort honum þyki ekki ástæða til að hæstv. ríkisstjórn veiti okkur aðgang að eignasafninu góða.