137. löggjafarþing — 36. fundur,  9. júlí 2009.

endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[21:55]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Málin skýrast hægt og rólega en ekki nægjanlega. Nú sagði hæstv. forseti að hugmyndin væri að halda áfram fram að miðnætti a.m.k. Þessi aukasetning, ef ég get kallað það svo, „að minnsta kosti“, vekur hjá mér ákveðnar spurningar. Ég hefði skilið hæstv. forseta nokkuð vel ef hún hefði t.d. sagt að ætlunin væri að halda áfram til miðnættis. Punktur. En þegar hæstv. forseti bætti síðan við þessum orðum, „að minnsta kosti“, verð ég að játa að mér varð það engan veginn neitt ljósara hver hugmyndin er með framhald þingstarfanna. Ég vil því biðja hæstv. forseta að tala enn skýrar og spyr um leið hvað orðasambandið „að minnsta kosti“ þýðir í þessu samhengi.