137. löggjafarþing — 37. fundur,  10. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[11:15]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Forseti. Mér finnst hreint með endemum að þeir flokkar sem hafa staðið vakt í þessu þjóðfélagi undanfarin ár skuli nú setja sig á móti þeim mikilvægu björgunaraðgerðum sem við erum að reyna að festa í lög. Allar þær lagabreytingar sem eru samþykktar á Alþingi, vonandi nú á eftir, lúta að mikilvægum björgunaraðgerðum til varnar sparisjóðakerfinu og þar skiptir hver dagur máli. Þess vegna segi ég já.