137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

atkvæðagreiðsla um ESB, nefndastörf o.fl.

[11:06]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla að athuga hvort virðulegur forseti getur beitt sér gegn því að hlutir eins og gerðust hér í gær þegar mál voru rifin út úr efnahags- og skattanefnd sem ég sit í, í fullkominni ósátt við minni hlutann og algjörlega að ástæðulausu, gerist ekki. Það var jafnvel gert með því að það var skipt um fulltrúa í nefndinni vegna þess að þá var ljóst að annar fulltrúi Vinstri grænna (Forseti hringir.) var ekki til með að greiða atkvæði með því.

(Forseti (ÁRJ): Þetta snýr ekki að fundarstjórn forseta.)

Má ég biðja forseta um að beita sér í þessu máli, (Forseti hringir.) að í störfum sínum mælist forseti til þess (Forseti hringir.) við formenn nefnda í þinginu að (Forseti hringir.) þetta verði …

(Forseti (ÁRJ): Tíminn er liðinn.)

að þessu verði kippt í liðinn?