138. löggjafarþing — 15. fundur,  23. okt. 2009.

aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

69. mál
[13:59]
Horfa

Frsm. fél.- og trn. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Hv. félags- og trygginganefnd skaut á fundi í hádegishléinu því að við höfum bakþanka eftir bæði yfirlegu sjálf og eins ábendingar, þar á meðal frá ríkisskattstjóra, að það kunni að vera að gera þurfi breytingar á 7. lið breytingartillögunnar. Við höfum því ákveðið að kalla aftur 7. liðinn og biðja efnahags- og skattanefnd að fjalla efnislega um þann þátt rétt eins og skattamál fyrirtækja í sértækri aðlögun og við beinum því til efnahags- og skattanefndar að taka sem fyrst á málinu og vinna það hratt og örugglega.