138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[16:32]
Horfa

Anna Pála Sverrisdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Sé hægt að hagræða og draga úr kostnaði hlýtur það að vera jákvætt á þessum tímum, hv. þm. Einar K. Guðfinnsson. Þetta er bara eitt af þeim málum þar sem ríkisstjórnin þarf að horfa yfir sviðið, athuga hvort hagræða megi til þess að við getum t.d. dregið minna úr niðurskurði í heilbrigðiskerfinu svo að einungis eitt dæmi sé tekið.

Ég vil einnig ítreka að það kemur líka fram í frumvarpinu að eitt af því sem stefnt er að er að ekki þurfi að fjölga dómurum sem mundi þá að sjálfsögðu fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkið. Þar erum við að tala um hagræðingu sem skilar sér og hv. þingmaður minntist ekki á.