138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[18:10]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. dómsmálaráðherra upplýsti hér áðan að Alþingi mundi setjast niður og ákveða hvar héraðsdómstólarnir yrðu og ég fagna því sérstaklega. En það kemur líka fram í umræddri greinargerð frá þessum ágæta manni — hann gerir athugasemdir við að réttarfarsnefnd eða þeir sem frumvarpið unnu skyldu ekki hafa þurft að kalla eftir sjónarmiðum dómstjóra úti á landi. Þannig að hann gerir ýmsar athugasemdir við þetta. Í þessu bréfi kemur líka fram að sameinaður dómstóll fyrir Norðurland mundi leiða til verulegs sparnaðarreksturs dómstóla. Ekki er vikið að því hvar sparnaður skuli nást.

Í ljósi þessa ætla ég ekki að vera að munnhöggvast við hæstv. dómsmálaráðherra af því hún er nú einstaklega vönduð kona. Ég ætla bara að fá að afhenda henni þessa greinargerð frá Halldóri og biðja hana að lesa hana yfir.