138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

kosningar til Alþingis.

102. mál
[20:24]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir afbragðshugmyndir og langar að spyrja hann hvort honum fyndist koma til greina — segjum að það væru nokkur sveitarfélög sem hefðu áhuga á að taka þátt í svona tilraunaverkefni — að það væri þá gerð tilraun með að kjósa þvert á flokka, sem sagt fara alla leið og sjá hvernig það mundi ganga.

Svo langar mig að minna á að okkar framboð sem þó náði yfir 7% á landsvísu hafði bara 8 vikur og 1 milljón til skiptanna til að kynna sig þannig að það er allt mögulegt ef vilji er fyrir hendi.