138. löggjafarþing — 23. fundur,  11. nóv. 2009.

framlög til menningarmála.

134. mál
[15:31]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Mig langar aðeins að koma inn í þessa umræðu um stefnumörkun í því hvernig við skiptum fé til menningarmála. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við tökum mið af því sem fram kemur í þeirri skýrslu sem hv. þingmaður nefndi áðan en auk þess tel ég mikilvægt að hugað sé að því að styrkja menningarsamningana sem gerðir eru við landshlutasamtökin. Við höfum orðið vör við þau gífurlega góðu áhrif sem þeir hafa haft á svæðin. Ég mun leggja áherslu á það að hlutverk þeirra verði útvíkkað og starf þeirra styrkt í framtíðinni.