138. löggjafarþing — 23. fundur,  11. nóv. 2009.

staðgöngumæðrun.

63. mál
[18:37]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Ég fagna þessari fyrirspurn hv. þm. Ragnheiðar Elínar Árnadóttur og þakka hæstv. ráðherra fyrir svör hennar.

Mig langar einfaldlega að leggja orð í belg og spyrja: Hefur ráðuneytið hugmynd um þann fjölda einstaklinga sem farið hefur utan til þess að fara þessa leið?

Í öðru lagi. Þegar hæstv. ráðherra talar um að það þurfi upplýsta umræðu í samfélaginu, hvernig sér hún þá upplýstu umræðu fara fram? Er það á þeirri ráðstefnu sem hæstv. ráðherra kynnti?

Og að lokum, hvaða rök telur hæstv. ráðherra að muni vega þyngst: siðfræðileg, lögfræðileg eða læknisfræðileg rök þegar kemur að ákvarðanatöku eftir upplýsta umræðu í samfélaginu?