138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:49]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel að sá samningur sem við erum að taka afstöðu til taki mið af því að tvær þjóðir settust niður til að reyna að ná samkomulagi. Ég held að þetta sýni líka ágætlega að við Íslendingar þurfum aðeins að skoða í okkar ranni hver staða okkar íslensku dómstóla er, og lagasetningu. Besta lausnin í samningum tveggja þjóða varð sú lending sem við stöndum frammi fyrir.