138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

viðvera ráðherra.

[14:37]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Nú erum við að halda áfram með 2. umr. í Icesave-málinu mikla. Fyrir helgi lögðum við mikla áherslu á að fá hæstv. fjármálaráðherra en ekki síður forsætisráðherra hingað í sal. Ég hvatti forseta þingsins eindregið til að láta forsætisráðherra vita í tíma, að hún fengi bréf strax fyrir helgi um að á þessum tíma yrði 2. umr. í Icesave-málinu þannig að hún gæti skipulagt sig og verið viðstödd, hlustað og jafnvel tekið þátt í umræðunum ef henni byði svo við að horfa. Ég vil því gjarnan fá að vita hvort það hefur ekki örugglega verið gert og óska eftir því að þessir tilteknu ráðherrar verði viðstaddir umræðuna.