138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:52]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vildi gjarnan geta svarað fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í þessu máli. (Gripið fram í: Hvar er hún?) Ég held að hæstv. ríkisstjórn og hæstv. ráðherrar hefðu haft gott af að heyra þessi ummæli hv. þingmanns. Staðan er auðvitað sú að með því að leggja þetta frumvarp fram núna á haustdögum, var ríkisstjórnin að leggja til við þingið að það kippti úr sambandi mjög mikilvægum öryggisventlum sem settir voru hér í sumar og það segir sig sjálft að með því er ríkisstjórnin að auka óvissuna og áhættuna varðandi allt þetta mál til langrar framtíðar.

Síðan er sú staða uppi, eins og við hv. þingmaður ræddum áðan, að forseti Íslands sem ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur, getur ekki undirritað lög ef þau verða samþykkt í þessu horfi og (Forseti hringir.) þá er auðvitað komin enn ein ástæðan fyrir ríkisstjórnina að draga málið til baka.