138. löggjafarþing — 31. fundur,  25. nóv. 2009.

Evrópustaðlar um malbik.

155. mál
[15:17]
Horfa

Ólöf Nordal (S):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir að taka upp þetta mikilvæga umferðaröryggismál.

Mig langar að nota tækifærið og spyrja hæstv. ráðherra að því hvort í þessum Evrópureglum um malbik séu einhver ákvæði um þann sið Vegagerðarinnar á Íslandi að láta ökumenn gerast vegagerðarmenn á sumrin. Þá á ég við þegar lagt er bundið slitlag og það er mikil lausamöl sem því fylgir og það kostulega álit Vegagerðarinnar að það sé heppilegt að ökumenn á Íslandi gerist valtarar yfir sumarmánuðina og skapa þar með stórhættu á þjóðvegum landsins. Það væri líka fróðlegt að vita hvort þessi undarlega árátta Vegagerðarinnar hafi ekki valdið töluvert mörgum slysum þegar menn renna til í mölinni og lenda jafnvel utan vega.