138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[10:42]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil biðja hv. þingmenn að njóta stundarinnar. Sá merki atburður gerðist áðan að hæstv. ráðherra í ríkisstjórn talaði og er það nokkuð sem við ættum öll að njóta. Skilaboðin voru hins vegar mjög skýr: Þau ætla ekki að tala neitt meira. Og spunameistarar ríkisstjórnarinnar hafa metið þetta sem svo að best sé að svæfa þetta mál með því að taka ekki þátt í umræðum. Nú skal skella á næturfundi. Nú er gaman að hugsa til þess hvað Vinstri grænir sögðu, sem alla jafnan eru kallaðir valdaglaðir núna. Hvað sagði hv. þm. Atli Gíslason við þær aðstæður þegar menn voguðu sér að setja á næturfundi áður fyrr? Hann sagði: Hér er brotið gegn þingsköpum, hér er brotið gegn skýrum löggjafarvilja og gegn skilgreiningum. Hvað segir hv. þm. Atli Gíslason núna?