138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:49]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er vel kunnugt um þann samanburð sem Indefence-hópurinn hefur gert og er aðgengilegur á netinu, ég fór áðan yfir slíkan samanburð. Við vitum vel að nú verðum við alltaf að borga vexti, þakið er þannig að við verðum að borga vexti. En ef efnahagsástandið reynist svo slæmt að við förum upp í þakið þurfum við ekki að borga lánið niður.

Enginn hefur sýnt fram á það með gildum rökum að líklegt sé að við munum þurfa að nýta þessi ákvæði en fyrirvararnir eru núna verri að því leyti að við þurfum að borga vexti. En bæði álit Seðlabankans, álit fjármálaráðuneytisins og álit Háskóla Íslands hafa sýnt fram á að við munum ekki þurfa að fara upp í þetta þak. (Forseti hringir.) Fyrirvararnir eru hins vegar settir til að verja okkur fyrir hugsanlegum áföllum.