138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:33]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir með þeim félögum mínum sem hér hafa talað. Þetta er algerlega óásættanlegt og á hinu háa Alþingi er verið að fremja lögbrot. Ég spyr hæstv. forseta: Hvar í þingsköpum flettir maður upp á tilhögun óreglulegra þingfunda? Ég leitaði í efnisyfirliti þingskapalaganna og þar er hvergi liður sem heitir óreglulegur þingfundur. Ég hlýt að geta mér þess til, frú forseti, að ákvæðið um þingfundartíma, þar sem segir „reglulegir þingfundir“ o.s.frv., hljóti að eiga við um óreglulega fundi þar sem þess er ekki sérstaklega getið að fundartími óreglulegra þingfunda sé einhver annar.

Ég spyr líka: Heldur frú forseti virkilega að þeir sem sömdu þessi lög hafi ætlast til þess að á óreglulegum fundum, þegar verið er að setja í lög að búa til fjölskylduvænan vinnustað, væri hægt að hafa það þannig að fólk fái ekki að borða og þurfi að sitja endalaust? Hvers konar firra er þetta, frú forseti?