138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:31]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er mjög erfitt að svara þeirri spurningu sem hv. þingmaður beinir til mín: Getum við greitt þetta þegar það liggur fyrir að við vitum ekki hversu mikið á endanum við munum greiða? Það sem við gerum mestar athugasemdirnar við er að sá fyrirvari var felldur úr gildi. Við vitum ekki hvað við eigum að borga. Það var lykilatriði í fyrirvörunum að við ætlum auðvitað að standa við allar þær skuldbindingar sem við eigum að standa við, það höfum við sagt. Við viljum í fyrsta lagi fá að vita hverjar þær skuldbindingar eru. Við viljum fá úr því skorið. En svo viljum við líka hafa einhvern ramma um það ef illa fer. Ef spá Seðlabankans gengur eftir og hér verður allur þessi hagvöxtur og afgangur á vöruskiptajöfnuði við útlönd er það fínt, (Forseti hringir.) þá getum við alveg borgað þetta. En við vitum það ekki og það er sú óvissa sem veldur því að ég get ekki svarað spurningu hv. þingmanns.