138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:00]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég kveð mér hér hljóðs til að ræða um fundarstjórn forseta, hef svo sem ekki neitt að klaga upp á núverandi forseta heldur er ég meira að ræða fundarstjórn forsetaembættisins.

Ég ætla bara að lýsa þeirri skoðun minni að það er með ólíkindum að það komi fram hjá þeim hæstv. ráðherra sem kannski kastar steininum úr stærsta glerhúsinu að maður tali lengi og mikið úr þessum ræðustól. Það kemur úr hörðustu átt ef nú á að fara að takmarka málfrelsi og ef mönnum þykir eitthvað langt gengið.

Það vill svo til að það er hægt að fletta ýmsu upp. Hæstv. ráðherra kom með ýmsar tölur. Það er hægt að fletta upp í öðru og það eru ýmsar ræður sem ég mun fara í seinna af því að þessi tími er svo fljótur að líða þar sem hægt er að fara yfir orðfæri hæstv. fjármálaráðherra þegar hann var í þeirri stöðu að (Forseti hringir.) þurfa að tala mjög mikið og honum lá mjög mikið á hjarta.