138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:11]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði bara fyrir forvitnissakir, vegna þess að hér kom hæstv. utanríkisráðherra og talaði um umhyggju fyrir stjórnarandstöðunni — hér er norræn velferðarstjórn og það væri ágætt að fá að vita hvort það sé stefnan á þessum vinnustað að nálgast lágmarkshvíld og hámarksvinnutíma sem er samkvæmt tilskipun EB frá 23. nóvember 1993. (Gripið fram í.) Það eru að vísu undantekningar á því, t.d. almannaheill eða björgun verðmæta, truflun á starfsemi vegna ytri aðstæðna, eða nauðsynleg heilbrigðis- eða öryggisþjónusta — það eru undantekningar frá þessari ellefu tíma lágmarkshvíld sem komin er frá EB.

Að vísu eru til séríslensk lög frá 1924, sem eru vökulögin. Þar er að lágmarki gert ráð fyrir sex tíma hvíld. Ég vildi kannski fá að vita hjá hæstv. forseta hvað er svona gegnumgangandi við skipulag (Forseti hringir.) þessa vinnustaðar.