138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:54]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er afskaplega mikilvægt og áheyrilegt að hlusta á þessa umræðu. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar kvarta mjög yfir því að fá ekki að tjá sig um þetta en segja um leið að þeir fái ekki mat í fullu húsi matar o.s.frv. Ég vil líka kvarta yfir því að formenn stjórnarandstöðuflokkanna skuli ekki vera hér og hlýða á þessar umræður. Margir hverjir eru heilu og hálfu vikurnar í útlöndum á meðan þessi mikilvæga umræða fer fram, þar á meðal fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd, sem eiga að vera hér að mínu viti. Það er mikilvægt að þetta fólk hlýði á þessar umræður og verði vitni að þeim boðskap sem hér fer fram. En þetta fólk hefur ekki sést hér í fjölda marga daga og er það miður. Ég held því að við ættum að óska eftir því að sem flestir séu hér og hlýði á umræður, jafnt af hálfu stjórnar og stjórnarandstöðu.