138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:49]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli hæstv. forseta á því að klukkuna vantar 10 mínútur í 12. Þó að ég hafi haft samúð með því að hæstv. forsetar hafi ekki getað svarað því fyrr í kvöld hversu lengi stæði til að halda áfram fundi finnst mér mikilvægi þess að einhverjar upplýsingar séu gefnar í þeim efnum aukast. Mér finnst að hæstv. forseti ætti að geta sagt nokkuð til um það hvort við verðum í klukkutíma í viðbót, í tvo tíma eða hvort ætlunin er að funda þar til þingfundur hefst í fyrramálið.

Ég vil líka spyrja hæstv. forseta hvort til standi að hæstv. forseti setjist niður með þingflokksformönnum til að ræða framhald þingstarfa eins og oft gerist þegar umræður dragast lengi.