138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[02:36]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla aftur að koma inn á svipað mál og áðan, frú forseti, þ.e. varðandi fund með þingflokksformönnum. Ef frú forseti getur ekki svarað þeirri spurningu sem ég beindi til hennar áðan væri mjög gott að fá upplýsingar um það hvenær fundur er áætlaður á morgun ef hann er ekki í beinu framhaldi af þessum fundi. Það er nú bara af praktískum ástæðum, frú forseti, sem um þetta er spurt. Það er alveg sjálfsagt að vera hér og bíða eftir þeim fundi ef kominn er tími á hann, en ég hef hins vegar líka, frú forseti, fullan skilning á því ef forsetinn er ekki búinn að tímasetja fundinn. En ef svo er væri fyrir margra hluta sakir mjög gott að fá upplýsingar um þetta.