138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:22]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég geri athugasemd við fundarstjórn forseta vegna þess að ég sætti mig ekki við það, frú forseti, að hér komi þingmaður úr Suðvesturkjördæmi, Þórunn Sveinbjarnardóttir, og lýsi því yfir prívat og persónulega að ég sem þingmaður hafi hvorki sómatilfinningu né ábyrgðartilfinningu. Það er algerlega óásættanlegt. Það kann að vera að hv. þm. Þórunn Sveinbjarnardóttir deili ekki mínum prívat og persónulegu pólitísku skoðunum en það er algerlega óásættanlegt að hún komi hingað og væni þingmenn minni hlutans um að hafa hvorki sómatilfinningu né ábyrgðartilfinningu og að forseti þingsins láti það átölulaust. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Heyr, heyr.)