138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:59]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Ég held að óvinurinn sé alveg skýr og hann er ekki í ríkisstjórn Íslands eða situr hér á þingi. Hann er einhvers staðar annars staðar.

Ég get ekki komið auga á það í þessu ferli að Brussel-viðmiðin hafi verið virt. Þau miðuðust við það að samið yrði út frá vissum sanngirnissjónarmiðum. Ég get ekki skilið þennan samning eða gjörning á þann veg, ég sé enga sanngirni í þessu máli.