138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:11]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Eins og hv. þingmaður nefndi er kannski drifkraftur í þessum gríðarlega mikla afstöðumun sem er milli tveggja hópa í samfélaginu. Ég tala fyrir því að menn séu tilbúnir að taka málið upp aftur vegna þess að ef þetta verður keyrt áfram með þessum hætti og endar inni á borði hjá herra forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni, verða hugsanlega komnar álíka margar undirskriftir og voru við fjölmiðlalögin sem forseti neitaði einmitt staðfestingar. Með tilvísun til þeirrar áritunar sem hann gerði í sumar og tilvísun í þá fyrirvara sem þá voru settir held ég að það verði mjög erfitt fyrir forsetann að staðfesta þessi lög og ég óttast líka að þá verði ekki gerð nein tilraun til að sætta (Forseti hringir.) þá mjög ólíku hópa í samfélaginu sem eru ýmist með eða móti í þessu máli.