138. löggjafarþing — 38. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:13]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég ætla aðeins að tjá mig um dagskrá þessa fundar í tilefni af ummælum hæstv. fjármálaráðherra áðan.

Það er vissulega rétt sem hæstv. fjármálaráðherra segir að hér á dagskrá þessa fundar eru afar mörg mál. Fyrir utan Icesave-málið eru 22 mál á dagskrá og ég rengi ekki það sem hæstv. fjármálaráðherra segir að æskilegt er og nauðsynlegt að flest þessi mál komist á dagskrá, verði afgreidd fyrir áramót. Í þessu sambandi er rétt að minna á að stjórnarandstaðan hefur ítrekað lýst yfir að hún mundi ekki standa í vegi fyrir því að mál af því tagi sem tengjast fjárlögunum væru tekin á dagskrá. Stjórnarandstaðan hefur upp á hvern einasta dag lýst því yfir að hún sé tilbúin að semja um tíma við ríkisstjórnina um hversu langan tíma þessi mál taki þannig að þau geti farið hratt (Forseti hringir.) til nefndar til að greiða fyrir þeim. Eins má spyrja: (Forseti hringir.) Hvenær komu þessi mál inn í þingið? (Forseti hringir.) Þau hafa öll komið inn á allra síðustu dögum.