138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

atvinnuleysistryggingar o.fl.

273. mál
[17:06]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna því að aðgerðirnar séu ekki bara háðar reiknikúnstum hins opinbera fjársýslukerfis eins og hæstv. félagsmálaráðherra orðaði það, heldur sé það einlægur ásetningur ríkisstjórnarinnar að leggja pening í þetta verkefni. Það er löngu tímabært og er orðið aðkallandi þannig að ég fagna því. Þá langar mig til að spyrja hæstv. ráðherra í framhaldi: Hvenær má þá vænta að komi fram eða verði kynnt í þinginu eða annars staðar aðgerðaáætlun í þessum efnum, í hvaða aðgerðir á að ráðast, hvaða fjölbreyttu úrræði á að bjóða upp á bjóða upp á og hvaða tímasetningu hafa menn í huga í því að kynna slíkar aðgerðir?