138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:42]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er eitt sem mig fýsir að vita áður en þessi fundur heldur áfram: Er formannafundinum lokið sem stóð hér yfir í kvöld? (Gripið fram í.) Jú, honum virðist vera nýlokið, þarna kemur formaður Sjálfstæðisflokksins í hús. Hefði honum ekki verið lokið ætlaði ég að fara fram á frestun á þessum fundi en honum virðist vera lokið þannig að nú fá þingmenn vonandi einhverjar upplýsingar um það sem fór fram á þeim fundi.

Annað sem ég ætla að minna virðulegan forseta á er að ég hef ekki enn þá fengið svar við þeirri spurningu sem ég lagði fram í síðustu viku um hvað það kostar að halda þinginu opnu 24 tíma á sólarhring og óska ég að mér berist þær upplýsingar eins fljótt og auðið er.