138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:04]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er með þungum hug sem ég að greiði atkvæði um þetta mál í dag og ég vona svo sannarlega að það traust sem við berum til meiri hlutans um að gengist verði við þeim kröfum sem við settum varðandi nefndarvinnuna verði ekki svikið. Ég biðla til ykkar að tekið verði á öllum þeim atriðum sem við lögðum til af fullkominni einurð þannig að við þurfum ekki að fara í annað stríð í þingsölum. Þetta er búið að vera mjög erfiður tími fyrir alla, held ég, og ég vona að það ferli sé búið.