138. löggjafarþing — 42. fundur,  12. des. 2009.

afgreiðsla nefnda á fjárlagafrumvarpinu.

[19:47]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Efnahags- og skattanefnd þingsins hefur setið á fundum undanfarna daga, í allan gærdag og í dag og tekið á móti gestum þar sem fjallað hefur verið um tekjuhlið fjárlaganna. Heimsóknum er lokið. Það hefur komið fram að leiðir liggja ekki saman milli meiri hluta nefndarinnar og minni hlutans. Það hefur jafnframt komið fram að allar forsendur liggja fyrir og hægt er að ganga frá nefndarálitum. Það er búið að gera grein fyrir afstöðu bæði meiri hlutans og minni hlutans í efnahags- og skattanefnd í fjárlaganefnd þingsins og ég veit ekki betur en flokksbróðir hv. þm. Péturs H. Blöndals hafi gert grein fyrir afstöðu minni hluta nefndarinnar til málsins.