138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[22:23]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það vill svo til að flutt hefur verið breytingartillaga hér á Alþingi um að skattleggja séreignarsparnað sem gerði alla þessa skattahækkanir óþarfar. Meira að segja á lágtekjufólkið. Verðtrygging á persónuafslætti mundi halda áfram og 2.000 kr. mundu bætast við hann um áramót, allt óbreytt og á þessu ári yrði eingöngu skattlagður séreignarsparnaður. Það gefur atvinnulífinu byr til þess að það sé tilbúið að borga kannski hærri skatta árið 2011. Að mati flestra verður árið 2010 erfiðasta árið fyrir atvinnulífið og heimilin en það má vel vera að ríkisstjórninni takist að keyra atvinnulífið og heimilin í kaf.