138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:43]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé mjög mikilvægt að koma þeim skilaboðum til fjárlaganefndar núna milli 2. og 3. umr. að málefni þeirra heilbrigðisstofnana sem hvað verst koma út úr því frumvarpi eða þeim tillögum sem hér hafa verið lagðar fram verði gaumgæfilega skoðuð milli umræðna. Það er ljóst að heilbrigðisstofnanirnar á Sauðárkróki og Blönduósi og einnig á Patreksfirði, þó svo að nokkur leiðrétting sé á Patreksfirði í þessum breytingartillögum sem hér eru, eiga hlutfallslega að taka á sig mestan niðurskurð. Það er ekki í samræmi við þær yfirlýsingar sem gefnar hafa verið og ég vil því hvetja fjárlaganefnd og stjórnarflokkana til að beita sér fyrir því að þetta verði leiðrétt, að þessar stofnanir njóti samræmis við aðrar. Ég mun sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu í trausti þess að þetta verði lagað.