138. löggjafarþing — 45. fundur,  15. des. 2009.

endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn.

17. mál
[20:10]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom hefur þetta mál hlotið óvenjulega mikinn undirbúning, þrjár ríkisstjórnir og fjögur þing hafa fjallað um þetta, þannig að maður skyldi ætla að búið væri að fara vel yfir sviðið og ég held að segja megi að þetta sé komið nokkurn veginn að lokum. Það eru fjölmargar breytingartillögur sem við ætlum að greiða hér atkvæði um. Um þessar tillögur er meira og minna samstaða í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og við framsóknarmenn munum væntanlega leggja til að þær verði samþykktar. Það eru nokkrir hlutir sem einnig þarf að ræða í nefndinni milli 2. og 3. umr. og ég treysti því að þar verði farið aðeins betur yfir einstaka liði en nú er orðið, þannig að við getum fullvissað okkur um að þetta verkefni verð fullklárað.