138. löggjafarþing — 45. fundur,  15. des. 2009.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[21:10]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil nota þennan stutta ræðutíma til að fagna frumvarpi hæstv. iðnaðarráðherra. Við getum kannski sagt: Loksins, loksins! Loksins erum við komin með þetta í hendurnar. Þetta er ekki síst áhugavert fyrir svæðið sem í hlut á og býður upp á tækifæri þar sem mikið atvinnuleysi er.

Mig langaði aðeins að spyrja út í það hvort allar línur séu lagi. Kannski vantar rafmagn á Reykjanesskagann þrátt fyrir allt og þá gæti verið gott að hafa suðvesturlínu. Mig langar að spyrja ráðherrann hvort það verði nokkur hindrun fyrir þetta verkefni. Eins mætti nefna í þessu sambandi bæði Farice og Danice, hvort þeir vegir séu líka nægilega greiðfærir fyrir verkefni af þessari stærðargráðu.

Ég vona að þetta sé, eins og hæstv. ráðherra sagði, byrjunin á jafnvel enn stærra ævintýri.