138. löggjafarþing — 47. fundur,  16. des. 2009.

hótanir, Evrópusambandið og Icesave.

303. mál
[14:16]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Þessi mál eru að færast á nýtt og hærra stig og hér kemur hæstv. utanríkisráðherra í ræðustól og segist vera lens í þessu svari. Ég bið hv. þingmann, fyrirspyrjanda Ragnheiði Elínu Árnadóttur, að fara út á nefndasvið og sjá skjal sem er merkt 9 í leynimöppunni frá 18. febrúar 2009, lesa yfir skjal 10 sem er frá 11. nóvember 2008, lesa yfir skjal 11 sem er frá 13. nóvember 2008 og síðast en ekki síst skjal nr. 22 sem er frá 16. janúar 2009. Þarna fáum við þingmenn fullkomna og óhrekjanlega staðreynd um það hverjir eru með grímulausar hótanir á okkur. Við þurfum greinilega ekki að spyrja framkvæmdarvaldið að þessu því að það virðist vera búið að gleyma hvað gekk hér á um síðustu áramót. Ég ítreka að ég fer fram á að þessi mappa verði opnuð fyrir fjölmiðlum og almenningi (Forseti hringir.) auk þess sem öll samskipti ríkisstjórnarinnar frá og með því að mappan var lögð fram (Forseti hringir.) verði gerð opinber.