138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[14:31]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Nú hef ég upplifað það að tillögur stjórnarandstöðunnar hafa verið felldar einstaka sinnum og þá er spurning hvað gerist ef þessi frávísunartillaga verður felld. Spurningin gekk út á það hvort hann væri þá til í að leggja fram breytingartillögu um að breyta nafni frumvarpsins til að gefa ekki villandi merki úti í heiminn um að hér sé búið að gera eitthvað stórkostlegt í því að skattleggja auðlindir.