138. löggjafarþing — 53. fundur,  19. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[11:06]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Það er verið að kalla eitthvað auðlindaskatta sem eru ekki auðlindaskattar. Gegnumgangandi í öllu þessu frumvarpi er kolröng hugtakanotkun þar sem ekki er verið að skattleggja auðlindarentuna heldur er verið að skattleggja endanotandann, þ.e. almenning. Með sömu skattlagningu yrði skötuselsfrumvarp hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með þeim hætti að við mundum greiða auðlindaskattinn hans þegar við kaupum skötuselinn út úr fiskborðum kjörbúðanna og það er einfaldlega algjör misnotkun á hugtökum. Þetta er varasamt því að þetta gefur mjög slæmt fordæmi fyrir auðlindagjöld og auðlindaskatta í framtíðinni. Það er mjög einkennilegt að Vinstri grænir sem telja sig vera umhverfisflokk skuli standa að auðlindasköttum með þessum hætti. Ég segi því nei.